- Auglýsing -
Guillaume Gille, landsliðsþjálfari Frakka, er kominn í einangrun og stýrir ekki liði Ólympíumeistaranna gegn Íslendingum í annarri umferð milliriðlakeppninnar á Evrópumótinu í handknattleik á morgun.
Franska handknattleikssambandið sagði frá þessu í dag. Gille, sem er 45 ára gamall, er kominn í einangrun og losnar ekki úr henni fyrr en að hafa skilað inn niðurstöðum úr tveimur neikvæðum PCR prófum á jafnmörgum dögum.
Franska landsliðið verður á könnu Erick Mathé, aðstoðarþjálfara, á meðan Gille verður fjarri góðu gamni.
Einn leikmaður franska landsliðsins er þegar í einangrun, Karl Konan. Hann hefur verið innilokaður síðan á þriðjudaginn.
Viðureign Íslands og Frakklands hefst klukkan 17 á morgun.
- Auglýsing -