- Auglýsing -
- Eftir að Svíar komust í í undanúrslit í kvöld liggur fyrir að 5. sætið á EM veitir þátttökurétt á HM á næstu ári, þ.e. liðið sem verður í 5. sæti fer ekki í umspilsleikina í vor.
- Þrjú efstu liðin á EM vinna sér inn þátttökurétt á HM á næsta ári. Danir eru ekki taldir með þar sem þeir eru ríkjandi heimsmeistarar. Svíar eru heldur ekki taldir með vegna þess að þeir verða gestgjafar HM ásamt Pólverjum.
- Spánn og Svíþjóð taka sæti í undanúrslitum úr milliriðli 2. Noregur hafnar í þriðja sæti og leikur um 5. sætið.
- Danir eru komnir í undanúrslit úr milliriðli eitt. Með þeim fara annað hvort Frakkland eða Ísland.
- Ef Ísland vinnur Svartfjallaland og Danir vinna Frakka fer Ísland í undanúrslit en Frakkar leika um 5. sæti við Norðmenn.
- Ef Ísland vinnur Svartfjallaland og Frakkar vinna Dani fer Frakklandi í undanúrslit en Ísland leikur um 5. sæti við Norðmenn.
- Ef Ísland vinnur Svartfjallaland og Danir og Frakka skilja jafnir fer Frakkland í undanúrslit en Ísland leikur um 5. sæti við Norðmenn.
- Ef Ísland og Svartfjallaland gera jafntefli fara Frakkar með Dönum í úrslit hvernig sem leikur þeirra endar. Ísland leikur um 5. sæti við Norðmenn.
- Ef Svartfjallaland vinnur Ísland leikur Svartfjallaland um 5. sæti við Norðmenn. Danir og Frakkar fara í undanúrslit.
- Holland á einnig von um þriðja sæti og leika þar með um fimmta sæti. Holland verður að vinna Króatíu og Svartfjallaland Ísland með nokkrum mun.
- Spánn vann milliriðil tvö og leikur þar með við það lið sem verður í öðru sæti í milliriðli eitt sem getur orðið Danmörk, Frakkland eða Ísland.
- Svíþjóð varð í öðru sæti í milliriðli tvö og leikur við efsta liðið í milliriðli eitt í undanúrslitum sem verður annað hvort Danmörk eða Frakklandi.
Leikjadagskrá föstudagsins 28. janúar í MVM Dome í Búdapest:
14.30 – leikið um 5. sætið.
Undanúrslitaleikir kl. 17 og 19.30.
Sunnudagur 30. janúar:
Leikið um bronsverðlaun kl. 14.30.
Leikið um gullverðlaun kl. 17.00.
- Auglýsing -