- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Norðmaðurinn taldi Ekberg hughvarf

Niclas Ekberg er kominn í sænska landsliðið á nýjan leik. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Norðmaðurinn Glenn Solberg sem síðla vetrar í ár tók við þjálfun sænska karlalandsliðsins í handknattleik af Kristjáni Andréssyni valdi í gær sinn fyrsta landsliðshóp en Svíar eiga að mæta Kósóvó og Rúmeníu í undankeppni EM 5. og 8. nóvember.

Athygli vekur að Niclas Ekberg er í hópnum en hann hafði látið hafa eftir sér vorið 2019 að hann væri hættur að leika með landsliðinu eftir 11 ára feril.  Solberg tókst að tala hornamanninn knáa inn á að endurskoða hug sinn til landsliðsins. Ekberg hefur leikið afar vel með Kiel í ár og er markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar þegar þrjár umferðir eru að baki með 27 mörk.

Þrír nýliðar eru í hópnum.  Alfred Jönsson, leikmaður Hannover-Burgdorf,  Jonathan Carlsbogård, hjá Lemgo og  Lukas Sandell, liðsmaður dönsku meistaranna Aalborg Håndbold.

Mikael Appelgren, Jesper Nielsen og Fredric Pettersson eru meiddir og þeir Tobias Thulin, Simon Jeppsson, Valter Chrintz, Jerry Tollbring, Philip Henningsson og Jack Thurin hlutu ekki náð fyrir augum nýja landsliðsþjálfarans. Þeir voru allir í sænska liðinu fyrir EM í upphafi þessa árs.

Markverðir:
Andreas Palicka, Rhein-Neckar-Löwen, 105/6
Mikael Aggefors, Aalborg Håndbold, 17/0
Peter Johannesson, TBV Lemgo, 12/0

Vinstra horn:
Hampus Wanne, SG Flensburg-Handewitt, 32/70
Lucas Pellas, Montpellier HB, 13/27

Línumenn:
Andreas Nilsson, Telekom Veszprém, 141/341
Max Darj, Bergischer HC, 63/32
Anton Lindskog, HSG Wetzlar, 12/10

Hægra horn:
Niclas Ekberg, THW Kiel, 176/718
Daniel Pettersson, SC Magdeburg, 26/79

Vinstri skyttur:
Lukas Nilsson, Rhein-Neckar Löwen, 73/85
Alfred Jönsson, TSV Hannover-Burgdorf,  nýliði
Jonathan Carlsbogård, TBC Lemgo, nýliði

Miðjumenn:
Jim Gottfridsson, SG Flensburg-Handewitt, 88/302
Linus Arnesson, Bergischer HC, 42/54
Felix Claar, AalborgHåndbold, 7/11

Hægri skyttur:
Albin Lagergren, Rhein-Neckar Löwen, 50/143
Linus Persson, US Ivry, 16/24
Lukas Sandell, Aalborg Håndbold, nýliði

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -