- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Allt að 500 áhorfendur mega mæta á leiki

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Frá og með morgundeginum mega áhorfendur mæta á nýjan leik á íþróttakappleiki þegar slakað verður á takmörkunum innanlands.


Áhorfendabann hefur verið á íþróttaleikjum síðustu tvær vikur en samkvæmt því sem greint var frá í morgun mega allt að 500 áhorfendur vera í hverju sóttvarnrahólfi en hafa ber í heiðri eins metra nándarreglu milli óskyldra aðila auk grímuskyldu. Ekki er gerð krafa um hraðpróf.


Þetta er svipað þeim reglum sem voru í gildi framundir jól nema hvað þá var gerð krafa um neikvætt hraðpróf ef 500 manns ætluðu að koma saman í hverju hólfi.


Líkur eru á að frekar verði slakað á sóttvörnum á næstu vikum eftir því sem fram kemur í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins á vef stjórnarráðsins. Þar segir m.a.


„Sóttvarnalæknir telur, að þessu framanröktu, skynsamlegt að miða við að um miðjan mars 2022 verði öllum takmörkunum aflétt svo fremi sem núverandi forsendur haldi, þ.e. ekki komi upp ný afbrigði veirunnar og aukning verði ekki á alvarlegum veikindum sem valdi of miklu álagi á heilbrigðiskerfið eða of mikil veikindaforföll starfsmanna verði í ýmsum fyrirtækjum sem skapi neyðarástand.“

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -