- Auglýsing -
Danski landsliðsmaðurinn Casper U. Mortensen, samherji Arons Pálmarssonar hjá Barcelona, hefur greinst með kórónuveiruna. Hann er kominn í einangrun á heimili sínu í Barcelona og mun í einu og öllu fylgja fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda í borginni, eftir því sem greint er frá á heimasíðu Barcelona.
Þar segir ennfremur að aðrir leikmenn Barcelona hafi reynst neikvæðir við skimun. Þar af leiðandi geti þeir tekið þátt í viðureign Barcelona og PPD Zagreb í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Leikurinn fer fram í Katalóníu.
- Auglýsing -