- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigur hjá Donna í háspennuleik

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, leikmaður PAUC í Frakklandi og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og samherjar hans í PAUC, fögnuðu í kvöld naumum en sætum sigri á Chartres, 32:31, á útivelli í fyrstu umferð frönsku 1. deildarinnar í handknattleik. Matthieu Ong innsiglaði sigurinn með marki úr vítakasti þegar hálf mínúta var til leiksloka.


PAUC heldur þar með þriðja sæti deildarinnar með 21 stig eins og Nantes sem stendur betur að vígi í innbyrðis leikjum. PSG-liðið ber höfuð og herðar yfir önnur lið deildarinnar eins og oft áður. PSG hefur 28 stig eftir 14 leiki.


Donni skoraði fjögur mörk fyrir PAUC í sjö skotum í leiknum við Chartres.


Leikmenn Chartres voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 20:16. Þeir voru áfram með yfirhöndina þar til á lokakaflanum að Donni og félagar bitu hressilega frá sér og tókst að vinna leikinn.


Ólafur Andrés Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Montpellier sem vann nýliða Saran á hemavelli, 26:22.


Önnur úrslit í frönsku 1. deildinni í kvöld:
PSG – Dunkerque 38:30.
Toulouse – Istres 30:25.
Créteil – Chambéry 29:31.
Í gærkvöld:

Cesseon Rennes – Nimes 24:24.
Nancy – Limoges 27:29.

Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -