- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Jakob: Hvað gerir FH í æfingabanni?

Leikmenn FH eins og aðrir geta vonandi byrjað að keppa á fyrstu dögum nýs árs. Mynd/Brynja T.
- Auglýsing -

Um þessar mundir mega handknattleikslið á höfuðborgarsvæðinu ekki æfa saman vegna hertra sóttvarnareglna. Hinsvegar kemur það ekki í veg fyrir að leikmenn liðanna megi æfa einir. Handbolti.is sendi nokkrum þjálfurum fjórar létta spurningar í ljósi stöðunnar. Jakob Lárusson, þjálfari kvennaliðs FH, tók við sendingunni og sendi rakleitt til baka um hæl.

Hvernig heldur þú leikmönnum við efnið nú þegar ekki má koma saman á æfingar?

Stelpurnar fara eftir hlaup/styrktar prógrammi (5x í viku) sem þær þekkja vel og hafa unnið eftir í samráði við mig og styrktarþjálfara félagsins. Þær vita að það er á þeirra ábyrgð innan liðsins og fylgja prógramminu eftir bestu getu. Þær eru sjóaðar í þessu og hafa verið duglegar enda vita þær að við getum lítið gefið eftir.


Hefur þú áhyggjur af því að þetta hlé frá æfingum auki hættu á meiðslum þegar keppni fer af stað aftur?

Auðvitað hefur maður varann á sér. Ég er meðvitaður um að við þurfum að fara rólega af stað þegar leyfi verður gefið. Við komum virkilega vel út úr síðustu pásu og engin meiðsli sem komu upp enda stelpurnar flestar í sínu besta standi en margt má gera betur.

Hefur þú leitað til sjúkraþjálfara eða annars fagfólks utan þjálfarahópsins eftir leiðbeingum/upplýsingum hvernig haga beri æfingum nú eða þá ef æfingabannið verður framlengt?

Ég hef verið í samskiptum við aðra þjálfara innan hreyfingarinnar bæði í Olísdeild karla og kvenna. Þetta eru skrítnir tímar og held ég að það sé gott fyrir okkur þjálfara að ræða hlutina og bera bækur okkar saman. Ég hef lært gríðarlega mikið af þessum pásum en vonandi fer þetta af stað sem allra fyrst.

Hvað þarf að líða langur tími frá því að æfingar verða heimilaðar þangað til skal byrja að spila?

7-10 dagar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -