- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarki Már hefur samið við ungverskt stórlið

Bjarki Már Elísson t.v. ásamt Laszló Nágy, framkvæmdastjóra Veszprém. Mynd/Veszprém
- Auglýsing -

Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handknattleik, hefur skrifað undir tveggja ára samning við ungverska stórliðið Veszprém. Tekur samningurinn gildi í sumar.
Bjarki og Veszprém greindu frá þessum tíðindum fyrir nokkrum mínútum. Veszprém er eitt fremsta félagslið Evrópu og hefur unnið ungverska meistaratitilinn margoft, síðast 2020.


Bjarki Már er 31 árs gamall. Hann hefur leikið í Þýskalandi frá 2013 með Eisenach, Füchse Berlin og Lemgo. Hann varð markakóngur þýsku 1. deildarinnar 2020 og sá markahæsti í deildinni þegar hlé var gert um áramótin. Heima á Íslandi lék Bjarki Már með Fylki, Selfossi og HK og varð Íslandsmeistari með Kópavogsliðinu 2012. Alls hefur Bjarki Már leikið 87 landsleiki og skorað í þeim 257 mörk.

Nokkuð er síðan að Bjarki Már ákvað að framlengja ekki samning sinn við Lemgo sem rennur út í sumar eftir þriggja ára veru og freista gæfunnar með annarri útgerð.






Veszprém er sigursælasta handknattleikslið Ungverjalands í karlaflokki. Félagið hefur 26 sinnum orðið ungverskur meistari síðast árið 2020. Þá hefur félagið unnið ungversku bikarkeppnina í 24 skipti. Fjórum sinnum hefur Veszprém leikið til úrslita í Meistaradeild Evrópu, síðast vorið 2019, en aldrei unnið keppnina.

Aron Pálmarsson lék með Veszprém frá 2015 til 2017. Hann er eini íslenski handknattleiksmaðurinn sem hefur leikið með félaginu fram til þessa.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -