- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekkert fær stöðvað Magdeburg

Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg sækir að vörn Sävehof í fyrri viðureign liðanna í Evrópudeildinni. Mynd/ Gudmund Svansson | Sportspressphoto
- Auglýsing -

Þýska liðið SC Magdeburg er áfram eina taplausa liðið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik karla þegar níu umferðum af 10 er lokið. Liðið vann sænsku meistarana Sävehof örugglega á heimavelli í kvöld, 31:25. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoruðu tvö mörk hvor og áttu eina stoðsendingu hvor um sig.


Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar unnu Benfica, 39:38, á heimavelli í B-riðli keppninnar í mesta markaleik sem fram hefur farið í keppninni í fjögur ár. Að vísu hefur verið skipt um heiti á keppninni í millitíðinni. Viktor Gísli stóð í marki GOG annan hálfleikinn og varði sex skot, 27%.


Bjarki Már Elísson skoraði tvö mörk þegar Lemgo gerði jafntefli við finnsku meistarana, Riihimäen Cocks, 29:29, í Finnlandi. Þar með krækti finnska liðið í sín fyrstu stig í keppninni. Lemgo er fyrir nokkru síðan öruggt um sæti í 16-liða úrslitum.

Donni átti stórleik

Stórleikur Kristjáns Arnar Kristjánssonar, Donna, dugði franska liðinu PAUC ekki til sigurs á Slóveníumeisturum Gorenje Velenje í viðureign liðanna í Slóveníu. Donni skoraði níu mörk en lið hans tapaði með eins marks mun, 33:32. PAUC hefur fyrir löngu misst alla möguleika á sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.


Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten Schaffhausen halda enn í voninu um sæti í 16-liða úrslitum. Þeir kræktu í eitt stig í heimsókn til Nimes í Frakklandi, 33:33, á sama tíma og helsti keppinauturinn um síðasta sætið úr D-riðli í 16- liða úrslitum, AEK Aþena, vann Sporting. Það ræðst í lokaumferðinni eftir viku hvort Kadetten kemst áfram í 16-liða úrslit keppninnar annað árið í röð.

A-riðill:
Toulouse – Pfadi Winterhur 34:27.
Bidasoa Irun – Füchse Berlin 32:35.
Wisla Plock – Tatran Presov 33:29
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

B-riðill:
GOG – Bernfica 39:38.
Riihimäen Cocks – TBV Lemgo 29:29.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

C-riðill:
Corenja Velenje – PAUC 33:32.
SC Magdeburg – Sävehof 31:25.
Ciudad le Logrono – Nexe 29:28.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

D-riðill:
AEK Aþena – Sporting 25:24.
Tatanánya – Eurofarm Pelister 25:21.
Nimes – Kadetten Schaffhausen 33:33.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -