Jón Heiðar Sigurðsson, KA, fagnar einu af mörkum sínum í sigurleiknum á FH. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -
KA lagði FH í síðasta leik 17. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í KA-heimilinu í gærkvöld, 32:27. KA komst upp að hlið Aftureldingar með þessum sigri, hvort lið hefur 17 stig í sjöunda og áttunda sæti. Þau eru þremur stigum á undan Fram sem situr i níunda sæti.
FH situr í þriðja sæti með 24 stig eftir 16 leiki og er tveimur stigum á eftir Val og þremur frá Haukum sem tróna á toppnum. Nánar var fjallað um leikinn í KA-heimilinu hér.
Egill Bjarni Friðjónsson ljósmyndari fylgdist með leiknum í KA-heimilinu í gærkvöld og sendi handbolta.is myndir. Hluti þeirra er hér fyrir neðan. Þökkum við Agli Bjarna fyrir sendinguna.