- Auglýsing -
Noregsmeistarar Elverum innsigluðu í kvöld meistaratitilinn 2022 með níu marka sigri á Halden á útivelli, 34:25. Þar með hefur liðið unnið alla 22 leiki sína í deildinni á keppnistímabilinu í úrvalsdeild karla og jafnað eigið félagsmet.
Elverum er þar með norskur meistari þriðja árið í röð og í sjötta sinn i sögu sinni. Liðið varð reyndar meistari á fimmtudagskvöldið þegar Drammen tapaði fyrir Kolstad og átti þar með ekki lengur möguleika á að jafna Elverum að stigum.
Orri Freyr Þorkelsson, sem gekk til liðs við Elverum, fyrir keppnistímabilið skoraði fimm mörk í leiknum við Halden í kvöld. Hafnfirðingurinn lét einnig til sín taka í vörninni með þeim afleiðingum að honum var í tvígang vísað af leikvelli.
Aron Dagur Pálsson skoraði ekki mark í leiknum fyrir Elverumliðið en var einu sinni vísað af leikvelli í tvær mínútur.
- Auglýsing -