- Auglýsing -
- Þýsku tvíburarnir Christian og David Hannes dæma viðureign Íslands og Tyrklands í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik kvenna á Ásvöllum í dag. Bræðurnir eru þrítugir og dæma kappleiki í efstu deildum Þýskalands. Þeir hafa verið dómarar á vegum EHF í fjögur ár.
- Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði þrjú mörk þegar PAUC tapaði á heimavelli í gærkvöld fyrir St. Raphaël, 29:25, frönsku 1. deildinni í handknattleik. Þetta var fjórða tap PAUC í 19 leikjum í deildinni. Liðið er í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir Nantes sem er í öðru sæti og átta stigum frá PSG sem trónir á toppnum.
- Kadetten Schaffhausen, liðið sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar í efstu deild í Sviss, kjöldró meistarana í Pfadi Winterthur með 11 marka mun, 39:28, í uppgjöri tveggja efstu liðanna í svissnesku A-deildinni í gær. Leikið var í Winterthur. Kadetten er með 10 stig forskot og er taplaust í efsta sæti eftir 21 leik og á auk þess leik til góða á Winterthur.
- Hvorki Anton Rúnarsson né Örn Vésteinsson Östenberg skoruðu mörk fyrir TV Emsdetten þegar liðið vann Rimpar Wölfe, 26:22, á heimavelli í þýsku 2. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Emsdetten færðist upp í 15. sæti deildarinnar af 20 liðum með sigrinum. Ekkert varð af leik Hüttneberg og Coburg, sem Tumi Steinn Rúnarsson leikur með.
- Þýska landsliðskonan, Silje Brøns Petersen, sem er af dönsku bergi brotin, hefur ákveðið að yfirgefa þýska 1. deildarliðið TuS Metzingen í sumar og ganga til liðs við København Håndbold.
- Auglýsing -