- Auglýsing -
Landsliðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason á eitt af sex glæsilegustu mörkum sem skoruð voru í þýska handboltanum í febrúar að mati dómnefndar sem nú óskar eftir að áhugafólk velji á milli markanna. Hægt er að velja á milli þeirra í kosningu sem stendur yfir á vefnum til 11. mars.
Ýmir Örn skoraði markið góða í kappleik Rhein-Neckar Löwen og Wetzlar í lok febrúar eins og handbolti.is vakti athygli á þá þegar. Í syrpunni hér fyrir neðan er mark Ýmis það sjötta og síðasta í röðinni.
Hægt er að kjósa mark Ýmis Arnar með því að fara inn á þessa slóð og smella á töluna 6.
- Auglýsing -