Roland Eradze og félagar hans í úkraínska liðinu Motor Zaporozhye unnu í kvöld sinn fyrsta leik í Meistarardeild Evrópu í handknattleik á þessari leiktíð þegar þeir lögðu Celje Lasko, 32:31, í Celje í Slóveníu en liðin eru í B-riðli keppninnar.
Sigurinn er enn athyglisverðari fyrir þær sakir að leikmenn og þjálfarar Motor byrjuðu ekki að æfa á nýjan leik fyrr en á síðasta laugardag að lokinni hálfs mánaðar eingangrun í framhaldi af kórónuveirusmiti hjá nær öllum leikmönnum og báðum þjálfurunum. Einhverjir leikmenn liðsins byrjuðu ekki æfingar fyrr en eftir síðustu helgi.
Roland er aðstoðarþjálfari Motor.
Motor var með þriggja marka forskot í Celje í kvöld, 17:14.
Í hinum leik kvöldsins í B-riðli skildu THW Kiel og Veszprém jöfn, 31:31, í Þýskalandi í hörkuleik. Veszprém var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 20:18, og er enn ósigraði í keppninni. Veszprém hefur 9 stig eftir fimm leiki. Kiel er með sjö stig.
Sandor Sagosen skoraði níu mörk fyrir Kiel, Niclas Ekberg sjö og Harald Reinkind fimm. Petar Nenadic var markahæstur hjá Veszprém með fimm mörk. Sænski línumaðurin Andreas Nilsson skoraði fjögur mörk eins og Vuko Borozan og Yahia Khaled Fathy Omar.
Leik PSG og Vardar í A-riðli var frestað.
Staðan í B-riðli, leikjafjöldi er innan sviga:
Veszprém 9(5), Barcelona 8(4), Aalborg 8(5), Kiel 7(5), Nantes 2(4), Motor 2(4), Celje 2(6), Zagren 0(5).