- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Alexander kominn í heiðurshöll Rhein-Neckar Löwen

Alexander Petersson tekur við viðurkenningu frá Rhein-Neckar Löwen í síðasta leik sínum í SAP-Arena í vetur, gamla heimavellinum. Mynd/Rhein-Neckar Löwen
- Auglýsing -

Alexander Petersson var í gær heiðraður í Þýskalandi þegar hann var tekinn inn í heiðurshöll þýska handknattleiksliðsins Rhein-Neckar Löwen þegar hann lék sinn í síðasta leik í SAP-Arena, keppnishöll félagsins.

Alexander lék með Rhein-Neckar Löwen í tæp níu ár frá sumrinu 2012 og vann með liðinu þýska meistaratitilinn 2016 og 2017, bikarkeppnina 2018, meistarakeppni Þýskalands (DHB-Supercup), 2016, 2017 og 2018 auk þess að vera í sigurliðinu í Evrópubikarkeppni félagsliða 2013.

Mynd/Rhein-Neckar Löwen


Alexander leikur nú með MT Melsungen. Hann kom með félögum sínum í SAP-Arena í gær. Eftir leikinn var Alexander heiðraður af Rhein-Neckar Löwen og var m.a. fáni með nafni hans og treyjunúmer ásamt ártölunum 2012 -2021 hífður upp í rjáfur í keppnishöllinni í Mannheim.


„Neun Jahre trug er das Löwen-Trikot. Gekämpft, gelacht, geweint und Titel gewonnen. DANKE für alles Alexander Petersson und willkommen in der Löwen Hall Of Fame!,“ segir m.a. á Facebook síðu Rhein-Neckar Löwen þar sem einnig er að finna myndir frá athöfninni sem átti sér stað eftir leik Rhein-Neckar Löwen og MT Melsungen í þýsku 1. deildinni í gær.


Í nóvember varð Alexander fyrsti Íslendingurinn til þess að leika 500 leiki í þýsku 1. deildinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -