- Auglýsing -
Viðureign ÍBV og KA/Þórs í Olísdeild kvenna í kvöld hefur verið frestað, eftir því sem fram kemur á Facebook-síðu KA. Þar segir að vegna veðurs sé ekki fært með flugi frá Akureyri í dag.
Þess í stað stendur til að leika í Vestmannaeyjum á morgun og verður flautað til leiks klukkan 18.
KA/Þórs liðið lagði af stað eftir hádegið í dag með rútu áleiðis suður á bóginn en til stendur að komast með Herjólfi yfir til Vestmannaeyjum frá suðurströndinni. Væntanlega þarf að komast á milli lands og í Eyja í dag því veðurspá morgundagsins er ekki kræsileg, alltént framan af degi.
Í morgun þóttu vonir góðar um að leikinn færi fram. Stóð þá til að dómarar ferðuðust með Herjólfi fyrri hluta dagsins og einnig ungmennalið Stjörnunnar sem á leik við ungmennalið ÍBV í kvöld í Grill66-deild kvenna. Sú mun hafa orðið raunin og verður flautað til viðureignar ungmennaaliðanna klukkan 18.45 í kvöld í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum.
- Auglýsing -