- Auglýsing -
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og samherjar í PAUC tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í handknattleik. PAUC vann Cesson Rennes, 25:21, í Glaz Arena í Cesson.
Donni skoraði þrjú mörk í átta skotum í leiknum og hefur oft náð sér betur á strik.
PAUC var sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:8, og hafði tögl og hagldir frá upphafi til enda.
Löng ferð heim stendur fyrir dyrum hjá leikmönnum PAUC. Cesson er í vestur hluta Frakklands en PAUC er með bækistöðvar í Aix, ekki svo fjarri Montpellier.
- Auglýsing -