Fimm leikir fara fram í Olísdeild karla í handknattleik í dag í 19. umferð. Fyrsti leikur umferðarinnar var í gærkvöld. Valur vann Fram með fjögurra marka mun, 30:26.
Efsta lið Olísdeildar, Haukar, sækir ÍBV heim í stórleik umferðarinnar. Flautað verður til leiks í Vestmannaeyjum klukkan 17. Upphaflega stóð að leikurinn hæfist klukkan 16 en mótanefnd tilkynnti rétt eftir hádegið að leiknum hafi verið seinkað um klukkustund vegna ferðatilhögunar.
Ævinlega er um hörkuleiki að ræða þegar lið félaganna mætast á handboltavellinum. Skemmst er að minnast viðureignar þeirra á Ásvöllum 15. nóvember sem lauk með eins marks sigri Hauka, 36:35, þegar úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu sekúndu.
Grótta getur haft langþráð sætaskipti við Fram takist liðinu að vinna HK í Kórnum. Gróttumenn eru stigi á eftir Framliðinu sem lék eins og áður segir í gærkvöld.
Umferðinni lýkur með viðureign FH og Stjörnunnar í Kaplakrika klukkan 19.30 í kvöld.
Einnig verður leikið í Grill66-deildum karla og kvenna í dag.
Olísdeild karla:
Kórinn: HK – Grótta, kl. 16 – sýndur á HKtv.
KA-heimilið: KA – Afturelding, kl. 16 – sýndur á KAtv.
Vestmannaeyjar: ÍBV – Haukar, kl. 17 – sýndur á ÍBVtv.
Víkin: Víkingur – Selfoss, kl. 18 – sýndur á Víkingurtv.
Kaplakriki: FH – Stjarnan, kl. 19.30 – sýndur á Stöð2sport.
Stöðu og næstu leiki í Olísdeild karla er að finna hér.
Grill66-deild karla:
Digranes: Kórdrengir – ÍR, kl. 15.
Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild karla er að finna hér.
Grill66-deild kvenna:
Framhús: Fram U – HK U, kl. 16.
Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild kvenna er að finna hér.