Stórbrotin frammistaða landsliðsmarkvarðarins Viktors Gísla Hallgrímssonar með GOG í gær í sigurleiknum á Bidasoa Irun, 30:28, í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknatteik hefur víða vakið mikla athygli. Handknattleikssamband Evrópu deildi myndskeiðum frá leiknum með yfirskriftinni að „konungur Íslands væri mættur til leiks!“
Viktor Gísli varði yfir 20 skot og var með 45% hlutfallsmarkvörslu þegar upp var staðið. Hann gaf tóninn snemma í leiknum með því að verja tvö vítaköst. Eftir það rann hamur á piltinn leikinn út.
Hér fyrir neðan er tvö myndskeið frá leiknum í gær sem ramma inn kvöldið hjá „kónginum.“
The King of Iceland is here, folks! 🇮🇸 🇮🇸 🇮🇸 #Hallgrímsson #GOG pic.twitter.com/iZbQ0wpra7
— EHF European League (@ehfel_official) March 29, 2022