Alls tókst að ljúka 18 af þeim 32 leikjum sem voru á dagskrá í fyrstu og annarri umferð undankeppni EM2022 í karlaflokki sem áttu að fara fram í liðinni viku og í dag. Fjórtán var frestað með mislöngum fyrirvara, þeim síðustu á elleftu stundu. Þar var um að ræða leik Bosníu og Austurríkis og Slóveníu og Tyrklands. Austurríkismenn vissu ekki af frestuninni fyrr en þeir lentu á flugvellinum í Sarajevó um hádegið í gær en leikurinn átti að fara fram í dag.
Óvíst er hvenær hægt verður að leika þá leiki sem nú var frestað. Í Aftonbladet í morgun var því velt upp hvort síðustu leikir undankeppninnar verði háðir eftir Ólympíuleikana næsta sumar. Víst er a.m.k. að alþjóðlegum landsleikjum er erfitt að koma fyrir á handknattleiksdagatalinu næstu mánuði, a.m.k. öðrum en þeim sem þegar hefur verið gert ráð fyrir.
Næsta umferð undankeppninnar verður í byrjun janúar, skömmu fyrir HM. Þá stendur til að íslenska landsliðið mæti Portúgal í tvígang. Einnig er gert ráð fyrir leikjum í mars og í lok apríl. Hluti af þeim dögum nýtist hinsvegar ekki öllum liðum þar sem leika á forkeppni Ólympíuleikanna í mars. Þeir dagar munu t.d. ekki nýtast franska landsliðinu til leikja í undankeppni EM þar sem Frakkar taka þátt í forkeppninni.
Hér að neðan eru a.m.k. staðreyndir eftir þá leiki undankeppninnar sem tókst að ljúka.
1.riðill:
Öllum leikjum var frestað. Í riðlinum eru Belgía, Frakklandi, Grikkland og Serbía.
2.riðill:
Austurríki – Eistland 31:28
Þýskaland – Bosnía 25:21
Eistland – Þýskaland 23:35
Staðan: Þýskaland 4(2), Austurríki 2(1), Bosnía 0(1), Eistland 0(2).
Alfreð Gíslason er landsliðsþjálfari Þýskalands.
3.riðill:
Úkraína – Rússland 27:27
Rússland – Úkraína 30:28
Staðan: Rússland 3(2), Úkraína 1(2), Færeyjar 0(0), Tékkland 0(0).
4.riðill:
Portúgal – Ísrael 31:22
Ísland – Litháen 36:20
Litháen – Portúgal 26:34
Staðan: Portúgal 4(2), Ísland 2(1), Ísrael 0(1), Litháen 0(2).
5.riðill:
Holland – Tyrkland 27:26
Staðan: Holland 2(1), Tyrkland 0(1), Pólland 0(0), Slóvenía 0(0).
Erlingur Richardsson er landsliðsþjálfari Hollands.
6.riðill:
Ítalía – Noregur 24:39
Staðan: Noregur 2(1), Ítalía 0(1), Hvíta-Rússland 0(0), Léttland 0(0).
7.riðill:
Norður-Makedónía – Finnland 33:24
Danmörk – Sviss 31:26
Sviss – Norður-Makedónía, 23:25
Finnland – Danmörk 22:40
Staðan: Danmörk 4(2), Norður-Makedónía 4(2), Sviss 0(2), Finnland 0(2).
8.riðill:
Svartfjalland – Kósóvó 32:25
Svíþjóð – Rúmenía 33:30
Rúmenía – Svartfjallaland 36:27
Kósóvó – Svíþjóð 16:30
Staðan: Svíþjóð 4(2), Rúmenía 2(2), Svartfjallaland 2(2), Kósóvó 0(2).