- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýtum tímann vel og verum jákvæð

Guðmundur Helgi Pálsson þjálfari Aftureldingar. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Aftureldingar í Grill 66-deild kvenna, segir að líkja megi undanförnum vikum við langt undirbúningstímabili við afar sérstakar aðstæður. Afturelding hafi aðeins lokið einum leik þegar hlé var gert vegna landsliðsviku undir lok september. Þegar landsliðsvikunni lauk var sett á æfinga- og keppnisbann innandyra sem hefur nánast staðið sleitulaust síðan.

Guðmundur Helgi segir ómögulegt að vita hvenær keppni hefst á nýjan leik í Grill 66-deildinni. Hann vonast eftir að fljótlega verði heimilt að hefja æfingar aftur í íþróttasal. Það muni strax létta róðurinn. Guðmundur Helgi hvetur til bjartsýni og jákvæðni. Með því móti verði auðveldara að komast í gegnum ástandið. Rétt er að taka undir þau orð Guðmundar Helga.

Handbolti.is sendi nokkrum þjálfurum í Olís,- og Grill 66-deildunum nokkrar spurningar. Guðmundur Helgi var einn þeirra sem fékk spurningalistinn. Svör hans eru hér að neðan.

Hvernig hefur gengið að halda leikmönnum við efnið síðustu vikur?

„Síðustu vikur eru búnar að vera vægast sagt skrýtnar. Það má kalla undirbúnings tímabilið ógurlega. Við höfum verið að gera heimaæfingar frá Spörtu sem hefur verið frábært á þessum Covid tímum.“

Hvernig horfir þú til næstu vikna sem þjálfari?

„Það er bara að halda áfram að vinna eins vel og hægt er miðað við aðstæður. Einn dagur, ein vika í einu, og vona að mótið fari í gang sem fyrst.“

Er eitthvað hægt að velta framhaldinu fyrir í sér í deildarkeppninni meðan óljóst er hvenær verður hægt að hefja æfingar af einhverjum krafti?

„Ómögulegt að segja. Vonandi getum við komist á parketið fljótlega ef smitin fara niður á við. Stóra atriðið er að halda gleðinni og vera jákvæð, það verður spilaður handbolti aftur. Handboltalega séð þá verðum við að nota tímann vel þegar við getum byrjað aftur, gera mikið á stuttum tíma, en það eru öll liðin í sama pakkanum.“

Hvaða áhrif getur ástand síðustu vikna, þ.e. leikir, takmarkaðar og jafnvel litlar æfingar, haft á framhaldið hjá liðum í Grillinu, svona heilt yfir?

„Það er klárt að það verður spilað þéttar þegar Grlillið fer í gang aftur, sem er bara gott.  Vonandi geta liðin farið aftur af stað fljótlega þá ætti ekki að vera mikið mál að klára mótið.  Það getur skipt máli að hafa breiðan og góðan hóp ef það verður spilað þéttar, meiðsli og álag geta sett strik í reikninginn. Eins og ég sagði áðan þá eru öll liðin við sama borð í þessu. Verum jákvæð, þá er allt miklu auðveldara. Áfram handboltinn.“

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -