- Auglýsing -
Forsvarsmenn handknattleiksdeildar Fjölnis hefur hafið leit að þjálfara fyrir meistararflokks lið félagsins eftir að Guðmundur Rúnar Guðmundsson óskaði eftir að láta af störfum í lok yfirstandandi keppnistímabils.
Guðmundur Rúnar er að ljúka sínu öðru keppnistímabili sem þjálfari meistaraflokks karla. Liðið stendur í ströngu þessa dagana en það á sæti í umspili um sæti í Olísdeild á næsta ári. Fjölnir komist einnig í umspilið á síðasta keppnistímabili en féll úr leik í undanúrslitum eftir oddaleik við Kríu.
Fjölnir hafnaði í þriðja sæti Grill66-deildarinnar þegar upp var staðið á dögunum.
„Guðmundi eru þakkað góð störf fyrir félagið undanfarin fimm ár og óskað velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir í tilkynningu Fjölnis þar sem ennfremur kemur fram að leit að eftirmanni Guðmundar standi yfir.
- Auglýsing -