Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður, er tilbúin í slaginn með íslenska landsliðinu í úrslitaleiknum við Serba um þátttökurétt á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í kristalshöllinni í Zrenjanin í Serbíu í dag. Flautað verður til leiks klukkan 16.
Elín Jóna meiddist í leik við Svía á Ásvöllum á miðvikudaginn og lék vafi á hvort hún gæti tekið þátt í viðureigninni í dag. Af þeim sökum fór þriðji markvörðurinn, Margrét Einarsdóttir úr Haukum, með til Serbíu á fimmtudagsmorguninn. Elín Jóna er í 16 manna hópnum sem Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari hefur valið til þátttöku í leiknum.
Arnar teflir fram sömu leikmönnum í leiknum í dag og mættu Svíum fyrr í vikunni.
Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringköbing Håndbold (38/1).
Hafdís Renötudóttir, Fram (35/1).
Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, Kristianstad (30/30).
Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (13/12).
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjörnunni (50/80).
Hildigunnur Einarsdóttir, Val (89/99).
Karen Knútsdóttir, Fram (105/370).
Lovísa Thompson, Val (28/66).
Rakel Sara Elvarsdóttir, KA/Þór (4/4).
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (107/228).
Sandra Erlingsdóttir, EH Aalborg (11/32).
Steinunn Björnsdóttir, Fram (37/52).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (66/52).
Thea Imani Sturludóttir, Val (53/82).
Unnur Ómarsdóttir, KA/Þór (37/44).
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (112/330).
Ísraelsmennirnir Matan Lindenbaum og Dor Laron dæma leikinn. Eftirlitsmaður verður Vladimir Jovic frá Bosníu.
Fylgst verður með leiknum í stöðu- og textalýsingu á handbolti.is.