- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfoss mætir Val – tvíframlengt í háspennuleik í Krikanum.

Handknattleiksdeild Selfoss stendur fyrir Ragnarsmótinu í 34. sinn. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Selfoss er komið í undanúrslit Olísdeildar karla í handknattleik eftir sigur á FH í tvíframlengdum háspennuleik í Kaplakrika í kvöld, 38:33. Selfoss mætir Val í undanúrslitum og verður fyrsta viðureign liðanna í Origohöllinni á mánudagskvöld.


Leikurinn í kvöld var frábær skemmtun í flottri umgjörð í Kaplakrika. Selfoss var sterkara liðið í 50 mínútur. Varnarleikurinn var frábær og sóknarleikurinn gekk skínandi vel. Eftir fyrri hálfleik var forskot Selfoss fjögur mörk, 15:11. Mest náði Selfossliðið sjö marka forskoti, 20:13, snemma í síðari hálfleik. Tólf mínútum fyrir leikslok var munurinn enn fimm mörk, 23:18, og byrinn var með Selfossliðinu. M.a. varði Vilius Rasimas á ævintýralegan hátt frá Leonharð Þorgeiri Harðarsyni, FH-ingi, eftir hraðaupphlaup á þessum tímapunkti.

Hergeir Grimsson reyndist FH-ingum erfiður í fyrri hálfleik og eins í síðari framlengingunni. Mynd/J.L.Long


FH-ingar breyttu um varnarleik og það riðlaði sóknarleik svo að á nokkrum mínútum hljóp spenna í leikinn. FH jafnaði og vart mátti á milli liðanna sjá til loka venjulegs leiktíma. Ásbjörn Friðriksson skaut í stöng Selfossmarksins á síðustu sekúndu, 26:26.


FH-liðið var sterkara í fyrri framlengingunni og var tveimur yfir þegar mínúta var eftir. Ragnar Jóhannsson sá til þess að jafna metin með tveimur mörkum, því síðara eftir að hafa komist inn í sendingu leikmanna FH, 30:30.


Selfossliðið tók síðan fljótt yfirhöndina í annarri framlengingu þegar þreyta var farin að bíta leikmenn all hressilega.

Ásbjörn Friðriksson var markahæstur hjá FH eins og oft áður. Hér reynir hann að komast á milli Ragnars Jóhannssonar og Alexanders Más Egan. Mynd/J.L.Long


Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 11/3, Einar Örn Sindrason 4, Jakob Martin Ásgeirsson 4, Leonharð Þorgeir Harðarson 3, Jóhann Birgir Ingvarsson 3/1, Jón Bjarni Ólafsson 3, Ágúst Birgisson 3, Birgir Már Birgisson 1.
Varin skot: Phil Döhler 14/, 30,4%.

Mörk Selfoss: Hergeir Grímsson 9/5, Guðmundur Hólmar Helgason 9/2, Ragnar Jóhannsson 7, Alexander Már Egan 5, Tryggvi Þórisson 3, Richard Sæþór Sigurðsson 3, Atli Ævar Ingólfsson 2.
Varin skot: Vilius Rasimas 16/2, 33,3% – Sölvi Ólafsson 1, 50%.


Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -