- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrjú ár í dag frá vítakeppninni í Pétursborg

Ísak Rafnsson (10) fyrir miðri mynd fagnar ásamt félögum sínum í FH. Mynd/ J.L.Long
- Auglýsing -

Þrjú ár eru í dag síðan handknattleikslið FH mætti til leiks í Pétursborg í Rússlandi í þeim eina tilgangi að taka þátt í vítakeppni eftir að framkvæmd síðari leiks liðsins við heimamenn í annarri umferð EHF-keppninnar var úrskurðuð röng.

Var þetta önnur heimsókn FH-inga til hinnar gömlu höfuðborgar Rússlands á skömmum tíma. Ráða þurfti til lykta viðureign FH og St.Pétursborgar í annarri umferð EHF-keppninnar. FH vann heimaleikinn, 32:27. Rússarnir unnu síðari leikinn í Pétursborg með sömu markatölu. Var þá gripið til framlengingar. Í henni hafði FH betur.

Ákvörðun dómara og eftirlitsmanns að grípa til framlengingar var röng og féll úrskurður þess efnis hjá Handknattleikssambandi Evrópu.
FH-liðinu var gert að fara öðru sinni til Pétursborgar og þá til að hita upp og taka þátt í vítakeppni. Mætti liðið ekki leiks væri viðureignin töpuð.


FH vann vítakeppnina. Ísak Rafnsson tryggði FH sigur og sæti í þriðju umferð keppninnar. Eftir sátu leikmenn St.Pétursborgar með sárt ennið eftir þetta dæmalausa mál.

Hér fyrir neðan er hægt að rifja þessa kostulegu keppni upp en myndskeið af keppninni er að finna neðst í frétt sem er á hlekknum hér fyrir neðan.

https://www.eurohandball.com/en/news/en/hafnarfjordur-win-shoot-out-in-st-petersburg/

https://www.eurohandball.com/en/news/en/hafnarfjordur-win-shoot-out-in-st-petersburg/?fbclid=IwAR3UoILasKKKnXqve906SOQVSjcrAjKjwnEZHF8BneKR0gq6rn06XKV_V9I

https://www.eurohandball.com/en/news/en/hafnarfjordur-win-shoot-out-in-st-petersburg/?fbclid=IwAR3UoILasKKKnXqve906SOQVSjcrAjKjwnEZHF8BneKR0gq6rn06XKV_V9I
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -