- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Útilokað að veita undanþágu

Svo getur farið að norska landsliðið undir stjórn Þóris Hergeirssonar leiki alla leiki sína á EM í Danmörku en ekki á heimavelli. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Eins og smitstuðullinn er um þessar mundir þá virðist útilokað að veita undanþágu frá smitvarnareglum til þess að halda EM í Noregi,“ segir norski handknattleikssérfræðingurinn Frode Kyvåg í samtali við Dagbladet í Noregi.

Strax eftir helgina verða Norðmenn að svara Handknattleikssambandi Evrópu, EHF, hvort þeir geti haldið EM kvenna í handknattleik sem til stendur að hefjist 3. desember, jafnt í Danmörku og í Noregi. EHF sagði í yfirlýsingu að ákvörðun verði að liggja fyrir í síðasta lagi þriðjudaginn 17. nóvember. Lengri frestur verði ekki gefinn.

Eins og komið hefur fram verða stangari sóttvarnir í Noregi en í Danmörku. Norsku reglurnar eru svo strangar að EHF og fleiri telja útiloka að mótið fari fram þar í landi verði þeim haldið til streitu. Ef eitt smit greinist innan liðs getur svo farið að tvö lið verði send heim frá mótinu. Þetta þykja slíkir afarkostir að ekki verði við unað, jafnvel á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru. Danir ætla að láta nægja að senda smitaða leikmenn í einangrun til síns heima.

Ekki væri hægt að bíða fram á síðasta dag með að ákveða hvort mótið fari fram í Noregi. Um 60% af leikjunum eiga að fara fram í Þrándheimi, þar á meðal úrslitaleikurinn 20. desember.

Menningamálaráðherra Noregs, Abid Raja, sagði í vikunni að sjá yrði til fram yfir komandi helgi hvernig þróun smita yrði í Noregi áður en ákvörðun verði tekin hvort gerð verði undanþága frá reglunum vegna EM. Nýlega var hert á reglum á nokkrum svæðum Noregs en svo virðist sem þær breytingar hafi ekki skilað árangri, enn sem komið er. Ekki bætir úr skák að kórónuveiran virðist síst vera í rénun víðsvegar í Evrópu í þeim löndum sem eiga að senda landslið til Noregs. Mörgum Norðmönnum líst þar af leiðandi ekki á blikuna.

Danir eru sagðir reiðbúnir að taka við þeim hluta mótsins sem á að fara fram í Noregi komi til þess að systur þeirra og bræður verði að bakka út úr móthaldinu á síðustu stundu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -