ÍR fylgir Herði frá Ísafirði eftir upp í Olísdeild karla eftir að hafa unnið Fjölni með þremur vinningum gegn einum í umspili um sæti í Olísdeild. ÍR vann fjórðu viðureign liðanna í Dalhúsum í dag, 27:25, eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik.
ÍR-ingar endurheimta þar með sæti sitt í Olísdeildinni eftir eins árs fjarveru. Fjölnismenn sitja eftir með sárt ennið.
Talsverðar sveiflur voru í leiknum. Fjölnir náðu fjögurra marka forskoti, 11:7, eftir 21 mínútu. ÍR svaraði fyrir sig með sex mörkum í röð áður en að hálfleik kom.
Í síðari hálfleik náðu Fjölnir einnig forskoti þegar komið var fram í miðjan síðari hálfleik en tapaði niður þræðinum. ÍR náði þriggja marka forskoti, 24:21, ekki síst í framhaldi af rauðu spjaldi sem Victor Máni Matthíasson, leikmaður Fjölnis, fékk 11 mínútum fyrir leikslok. Þann mun náðu Fjölnsmenn ekki að vinna upp til þess að krækja sér í oddaleik.
Mörk Fjölnis: Björgvin Páll Rúnarsson 7, Goði Ingvar Sveinsson 3, Alex Máni Oddnýjarson 3, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 3, Elvar Otri Hjálmarsson 2, Brynjar Óli Kristjánsson 2, Axel Hreinn Hilmisson 1, Óðinn Freyr Heiðmarsson 1, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 1, Aron Ingi Heiðmarsson 1, Victor Máni Matthíasson 1.
Mörk ÍR: Eyþór Waage 6, Viktor Sigurðsson 5, Hrannar Ingi Jóhannsson 4, Kristján Orri Jóhannsson 4, Ingólfur Arnar Þorgeirsson 2, Arnar Freyr Guðmundsson 2, Dagur Sverrir Kristjánsson 2, Andri Heimir Friðriksson 1, Bjarki Steinn Þórisson 1.
Handbolti.is var í Dalhúsum fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.