- Auglýsing -
- Bjarki Már Elísson átti enn einn stórleikinn fyrir Lemgo í gær þegar liðið lagði Balingen á útivelli, 32:29, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Daníel Þór Ingason skoraði eitt mark fyrir Balingen. Oddur Gretarsson er ennþá frá vegna meiðsla. Stöðuna í deildinni er að finna neðst í þessari grein.
- Bjarki Már er kominn upp í annað sæti á lista yfir markahæstu leikmenn þýsku 1. deildarinnar. Hann hefur skorað 189 mörk, þremur fleiri en Ómar Ingi Magnússon sem er í þriðja sæti. Daninn Hans Óttar Lindberg er markahæstur með 201 mark eftir 28 leiki, eins og Bjarki Már og Ómar Ingi.
- Ýmir Örn Gíslason og félagar í Rhein-Neckar Löwen höfðu betur gegn Bergischer sem Arnór Þór Gunnarsson leikur með í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Leikið var í Mannheim. Ýmir Örn skoraði ekki mark en Arnór Þór skoraði einu sinni fyrir Bergischer.
- Viggó Kristjánsson skoraði fimm mörk og átti fjórar stoðsendingar þegar Stuttgart vann GWD Minden, 26:25, á útivelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Með sigrinum færðist Stuttgart fjær allra mestu fallhættunni. Andri Már Rúnarsson var í leikmannahópi Stuttgart í leiknum en kom lítið við sögu.
- Teitur Örn Einarsson skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu í öruggum sigri Flensburg á Hannover-Burgdorf, 31:26, á útivelli í þýsku 1. deildinni í gær.
Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -