- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Bjarki Már, Daníel Þór, Oddur, Ýmir Örn, Arnór Þór, Viggó, Andri Már, Teitur Örn, staðan

Daníel Þór Ingason, Bjarki Már Elísson og Oddur Gretarsson stilltu sér upp til myndatöku fyrir leik Balingen og Lemgo í þýsku 1. deildinni í gær. Mynd/Facbooksíða Balingen-Weilstetten
- Auglýsing -
  • Bjarki Már Elísson átti enn einn stórleikinn fyrir Lemgo í gær þegar liðið lagði Balingen á útivelli, 32:29, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Daníel Þór Ingason skoraði eitt mark fyrir Balingen. Oddur Gretarsson er ennþá frá vegna meiðsla. Stöðuna í deildinni er að finna neðst í þessari grein.
  • Bjarki Már er kominn upp í annað sæti á lista yfir markahæstu leikmenn þýsku 1. deildarinnar. Hann hefur skorað 189 mörk, þremur fleiri en Ómar Ingi Magnússon sem er í þriðja sæti. Daninn Hans Óttar Lindberg er markahæstur með 201 mark eftir 28 leiki, eins og Bjarki Már og Ómar Ingi.
  • Ýmir Örn Gíslason og félagar í Rhein-Neckar Löwen höfðu betur gegn Bergischer sem Arnór Þór Gunnarsson leikur með í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Leikið var í Mannheim. Ýmir Örn skoraði ekki mark en Arnór Þór skoraði einu sinni fyrir Bergischer.
  • Viggó Kristjánsson skoraði fimm mörk og átti fjórar stoðsendingar þegar Stuttgart vann GWD Minden, 26:25, á útivelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Með sigrinum færðist Stuttgart fjær allra mestu fallhættunni. Andri Már Rúnarsson var í leikmannahópi Stuttgart í leiknum en kom lítið við sögu.
  • Teitur Örn Einarsson skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu í öruggum sigri Flensburg á Hannover-Burgdorf, 31:26, á útivelli í þýsku 1. deildinni í gær.
Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -