- Auglýsing -
- Allison Pineau leikur ekki með franska landsliðinu í handknattleik á Evrópumótinu í næsta mánuði. Pineau, sem árum saman hefur verið ein fremsta handknattleikskona heims og kjölfesta í liði ríkjandi Evrópumeistara, fékk þungt högg og nefbrotnaði í viðureign Buducnost og Valcea í Meistaradeildinni á laugardaginn. Pineau leikur með fyrrnefnda liðinu. Pineau sagði á Facebook-síðu sinni í gær að það væru sér mikil vonbrigði að missa af EM. Reiknað er með að hún verði frá keppni í allt að sex vikur.
- Allir leikmenn Füchse Berlin eru komnir í sóttkví eftir að tveir leikmenn liðsins hafa greinst með kórónuveiruna á síðustu dögum. Leikmenn fara í skimun í dag og aftur á miðvikudaginn. Eftir skimun á miðvikudag kemur í ljós hvert framhaldið verður. Evrópuleikur við Sporting sem fram átti að fara annað kvöld hefur verið frestað.
- Danski vefmiðillinn hbold.dk hefur það eftir heimildum að tilkynnnt verði á morgun að Noregur treysti sér ekki til að halda EM í handbolta kvenna í næsta mánuði. Þess vegna sé hafinn undirbúningur á bak við tjöldin að leikir C og D-riðla keppninnar fari fram í Kolding í Danmörku. A og B-riðlarnir verði áfram leiknir í Herning í Danmörku eins og til hefur staðið. Undarúrslitaleikirnir og úrslitaleikir mótsins fari einnig fram í Jyske Bank Boxen í Herning í stað Þrándheims.
- Auglýsing -