- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tveir af þremur efstu eru Íslendingar

Viggó Kristjánsson skoraði átta mörk í dag. Mynd/Stuttgart
- Auglýsing -

Íslenskir handknattleiksmenn eru í tveimur af þremur efstu sætum á lista yfir markahæstu leikmenn þýsku 1. deildarinnar í handknattleik þegar flest liðin hafa annað hvort leikið sjö eða átta leiki. Viggó Kristjánsson er í öðru sæti með 60 mörk í átta leikjum eða um sjö og hálft mark að jafnaði í leik. Bjarki Már Elísson er skammt á eftir með sjö mörk að meðaltali í leik. Þriðji Íslendinginn er að finna á lista yfir 20 þá markahæstu.


Austurríkismaðurinn Robert Weber er markahæstur með 65 mörk. Hann hefur farið mikinn með Nordhorn á leiktíðinni. Weber verður 35 ára gamall í næstu viku. Hann hefur leikið í þýsku 1. deildinni frá 2008, með Balingen, Magdeburg og Nordhorn frá 2019.

Bjarki Már Elísson, markakóngur þýsku 1. deildarinnar á síðasta keppnistímabili. Lemgo. Mynd/Lemgo Lippe

Tuttugu markahæstu leikmenn þýsku 1. deildarinnar, fjöldi leikja innan sviga:

Robert Weber, Nordhorn 65 (8)
Viggó Kristjánsson, Stuttgart 60 (8)
Bjarki Már Elísson, Lemgo 56 (8)
Niclas Ekberg, THW Kiel 54 (7)
Uwe Gensheimer, R-N Löwen 46 (8)
Maximilian Holst, Wetzlar 39 (7)
Julius Kühn, Melsungen 39 (6)
Harald Reinkind, THW Kiel 39 (7)
Sime Ivic, Erlangen 39 (8)
Michael Damgaard, Magdeb. 38 (7)
Christoffer Rambo, Minden 36 (6)
Andy Schmid, R-N Löwen 35 (8)
Stefan Cavor, Wetzlar 35 (7)
Adam Lönn, Stuttgart 35 (8)
Vladan Lipovina, Balingen 33 (7)
Simon Jeppsson, Erlangen 33 (8)
Johan Hansen, Hann./Burg. 33 (7)
Marcel Schiller, Göppingen 32 (5)
Albin Lagergren, R-N Löwen 31 (8)
Ómar Ingi Magnússon, Magd. 31 (7)

Ómar Ingi Magnússon kom til liðs við SC Magdeburg í sumar eftir fjögurra ára veru í Danmörku hjá Århus og Aalborg. Mynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -