- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Standa höllum fæti eftir fjögurra marka tap

Gøran Søgard Johannessen línumaður Flensburg hefur snúið af sér leikmenn Barcelona. Teitur Örn Einarsson fylgist með lengst til vinstri. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Teitur Örn Einarsson og samherjar í þýska liðinu Flensburg standa höllum fæti eftir tap, 33:29, fyrir Barcelona á heimavelli í kvöld í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.


Teitur Örn skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg í leiknum en hornamaðurinn Emil Jakobsen var markahæstur með níu mörk og Gøran Søgard Johannessen skoraði fimm mörk. Youssef Ben Ali skoraði átta mörk og Dika Mem var næstur með sex mörk.


Dika Mem reyndir að koma skoti á marki en Teitur Örn Einarsson er til varnar. Mynd/EPA


Barcelona var með yfirhöndina frá upphafi til enda en fimm mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 18:13.


Í París skildu PSG og THW Kiel jöfn, 30:30. Kiel var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:14. Nedim Remili var markahæstur leikmanna PSFG með átta mörk og Kamil Syprzak var næstur með sjö mörk. Norðmaðurinn Sander Sgosen skoraði sex mörk fyrir þýska liðið og Hendrik Pekeler var næstu með fimm mörk.

Liðin mætast aftur á fimmtudaginn í næstu viku.


Annað kvöld sækja Aron Pálmarsson og samherjar í danska meistaraliðinu Aalborg Håndbold ungverska liðið Veszprém heim og Montpellier og Vive Kielce eigast við í Montpellier í Frakklandi. Íslendingar eru á mála hjá báðum liðum. Ólafur Andrés Guðmundsson með Montpellier og Haukur Þrastarson og Sigvaldi Björn Guðjónsson eru með Vive Kielce.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -