- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Þetta er mikið högg“

Sigurður Ingiberg Ólafsson markvörður ÍR er því miður úr leik næsta árið. Mynd/Þorgils G.
- Auglýsing -

„Þetta er mikið högg fyrir mig og liðið. Ég tek út pirringinn næstu daga og fer í aðgerð í júní,“ sagði Sigurður Ingiberg Ólafsson handknattleiksmarkvörður hjá ÍR sem leikur ekki með liðinu á næsta keppnistímabili í Olísdeildinni. Sigurður varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné þegar sjö mínútur voru eftir af síðasta leik ÍR og Fjölnis í úrslitum umspilsins í Olísdeild karla sem fram fór í Dalhúsum á síðasta sunnudaginn. ÍR vann leikinn og endurheimti sæti sitt í Olísdeildinni


„Ég get ekki hætt svona svo það er ekkert annað í stöðunni en að fara í aðgerð og mæta svo sterkari til leiks. Ég er harð ákveðinn í því enda á ég nóg eftir sem markvörður,“ sagði Sigurður ákveðinn í samtali við handbolta.is í hádeginu.

Hann hefur sagt félögum sínum að hann verði ekkert með á næsta keppnistímabili. „Ég ætla bara að ná mér hundraðprósent góðum áður en ég mæti aftur út á völlinn,“ sagði Siguður ennfremur.

Sigurður að verja eitt af mörgum skotum í úrslitaleikjum umspilsins við Fjölni á dögunum. Mynd/Þorgils G.

Sjö mínútur eftir af tímabilinu

„Það er verulega súrt að verða fyrir þessu þegar aðeins sjö mínútur voru eftir af tímabilinu,“ sagði Sigurður sem fékk högg á hnéið þegar hornamaður Fjölnis rakst á Sigurð þegar þeir mættust. Hornamaðurinn við að stökkva inn úr horninu með það í huga að skora en Sigurður kom út á móti í þeim tilgangi að verjast. Sigurður hafði átt stórleik í markinu þegar atvikið átti sér stað.


Sigurður Ingiberg er einn af reyndari markvörðum landsins um þessar mundir. Hann varð m.a. Íslands- og bikarmeistari með Val 2017 og var ein af kjölfestum liðs Kríu sem vann sér sæti í Olísdeildinni fyrir ári. Þegar Kría bakkaði út úr deildarkeppninni á síðasta sumri gekk Sigurður til liðs við ÍR þar sem hann var aðalmarkvörður í vetur. Hann hafði áður leikið með ÍR-ingum.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -