- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Brynja Katrín, Dana Björg, Mem, Zagreb, Nexe, Podravka, Bjelovar, Vardar, Pelister, Gorenje

Handknattleikskonan efnilega, Brynja Katrín Benediktsdóttir. Mynd/Valur
- Auglýsing -
  • Brynja Katrín Benediktsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Val. Brynja er línumaður og fædd árið 2004. Hún hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands. Brynja kom til félagsins fyrr í vetur og spilaði sína fyrstu leiki í Olísdeildinni í vor.
  • Dana Björg Guðmunds­dótt­ir hefur gengið til liðs við norska úrvalsdeildarliðið Volda. Frá því var sagt á mbl.is í gærkvöld. Dana Björg leikur í vinstra horni. Hún stendur á tvítugu og er fædd hér á landi en hefur búið í Noregi frá eins árs aldri. Foreldrar hennar eru Guðmundur Braga­son og Inga Stein­gríms­dóttir. Eins og margoft hefur komið fram á handbolta.is þá hefur Halldór Stefán Haraldsson þjálfað Volda í sex ár en liðið vann sér sæti í norsku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í vor. Hilmar Guðlaugsson er Halldóri Stefáni til halds og trausts. 
  • Dana Björg verður þriðja íslenska handknattleikskonan í herbúðum Volda á næstu leiktíð. Nýverið samdi Rakel Sara Elvarsdóttir við félagið og Katrín Tinna Jensdóttir lék með liði félagsins á nýliðinni leiktíð og heldur því áfram á næsta vetri. 
  • Franski landsliðsmaðurinn Dika Mem hefur skrifað undir nýjan samning við Barcelona. Samningurinn gildir fram á mitt ár 2027. 
  • RK PPD Zagreb var á sunnudaginn bikarmeistari í handknattleik karla í Króatíu. Zagreb-liðð vann RK Nexe í hörku úrslitaleik sem fram fór í Porec, 30:27. 
  • Í kvennaflokki vann Podravka liðsmenn ZRK Bjelovar, 33:20, í úrslitaleik bikarkeppninnar í Króatíu. Þetta var í 24. sinn sem Podravka vinnur bikarkeppnina. 
  • Filip Taleski skoraði sigurmark Vardar Skopje þegar liðið vann Eurofarm Pelister, 23:22, í úrslitaleik bikarkeppninnar í Norður Makedóníu á sunnudaginn. Pelister var með fjögurra marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 12:8. 
  • Í Slóveníu hrósuðu leikmenn Gorenje Velenje sigri í bikarkeppninni í karlaflokki. Gorenje Velenje lagði Celje Piovarna Lasko með þriggja marka mun, 34:31, í úrslitaleik.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -