- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

PSG vann með fullu húsi stiga

Stuðningsmenn PSG höfðu ástæðu til að gleðjast í kvöld eftir að lið þeirra vann frönsku 1. deildina án þess að tapa einu stigi allt keppnistímabilið. Mynd/EPA
- Auglýsing -

PSG varð í kvöld fyrsta liðið í sögunni til þess að vinna franska meistaratitilinn í handknattleik karla með fullu húsi stiga. PSG vann Créteil með fimm marka mun á heimavelli, 38:33. Þar með vann PSG allar þrjátíu viðureignir sínar í deildarkeppninni sem er hreint ótrúlegur árangur þegar litið er til þess að franska 1. deildin er afar sterk um þessar mundir.


Nantes, sem Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður, gengur til liðs við í sumar varð í öðru sæti 11 stigum á eftir meisturunum.


Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og félagar hans hrepptu þriðja sæti sem er besti árangur PAUC frá upphafi. PAUC fékk 44 stig. Liðið tapaði að vísu í lokaumferðinni fyrir Montpellier, 36:33, í grannaslag í Aix. Donni skoraði þrjú mörk.


Ólafur Andrés Guðmundsson var fjarri góðu gamni í liði Montpellier sem varð að gera sér fjórða sætið að góðu sem er vafalítið undir væntingum forráðamanna félagsins.


Elvar Ásgeirsson skoraði tvö mörk í kveðjuleik sínum í franska handknattleiknum í kvöld þegar lið hans, Nancy, tapaði fyrir Istres, 32:30. Saran og Nancy sem komu upp í deildina fyrir ári falla í aðra deild.

Lokastaðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -