Mikil spenna er í kapphlaupinu um markakóngstitilinn í þýsku 1. deildinni í handknattleik fyrir lokaumferðina sem fram fer á sunnudaginn. Tveir Íslendingar eru á meðal þriggja efstu auk þess sem íslenskt blóð rennur í þeim sem efstur er á blaði þótt hann sé danskur ríkisborgari.
Aðeins munar þremur mörkum á Hans Óttari Lindberg leikmanni Füchse Berlin sem trónir efstur á listanum með 233 og mörk og Bjarka Má Elíssyni, Lemgo, sem er í þriðja sæti. Á milli þeirra er Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg, og markakóngur síðasta timabils, með 231 mark. Bjarki Már varð markahæsti maður deildarinnar leiktíðina 2019/2020.
Getur fetað í fótspor Kyung-shin Yoon
Ómar Ingi getur orðið fyrsti leikmaðurinn til þess að verða markakóngur tvö ár í röð síðan Suður Kóreumaðurinn Kyung-shin Yoon lék þann leik síðla á síðustu öld. Reyndar varð Kyung-shin Yoon markakóngur deildarinnar sex ári í röð.
Í 500 marka klúbbnum
Ómar Ingi hefur þegar náð þeim áfanga að skora yfir 500 mörk samanlagt á tveimur fyrstu tímabilum sínum í deildinni. Aðrir sem hafa náð þeim áfanga eru Kyung-shin Yoon, Robert Weber, Savas Karipidis og Lars Christiansen.
Ef Lindberg verður efstur þegar upp verður staðið verður hann fimmti leikmaðurinn til þess að verða markakóngur deildarinnar a.m.k. þrisvar á ferlinum. Hinir eru Kyung-shin Yoon, Hansi Schmidt, Djordje Lavrnić og Jerzy Klempel.

Meðal þriggja eftir þriðja árið í röð
Bjarki Már getur kvatt Lemgo sem markakóngur deildarinnar og þannig hreppt hnossið tvisvar á þriggja ára ferli með liðinu. Þar að auki varð Bjarki Már þriðji markahæstur í deildinni keppnistímabilið 2020/2021 með 254 mörk, þar af 95 úr vítaköstum.
Ómar Ingi skoraði 274 mörk þegar hann varð markahæstur í fyrra með 274, af þeim voru 134 úr vítaköstum. Næstur var Marcel Schiller, Göppingen, með 270 mörk. Keppnistímabilið 2020/2021 voru 20 lið í deildinni. Þau er 18 nú eins og tímabilið 2019/2020 en þá var keppni slaufað vegna kórónuveirunna. Þegar keppni var hætt og liðin ýmist lokið 26 eða 27 leikjum. Bjarki Már skoraði til að mynda mörkin 217 í 27 leikjum.
Markahæstu leikmennn þýsku 1. deildarinnar:
| Nafn | félag | mörk |
| Hans Óttar Lindberg | Füchse Berlin | 233/119 |
| Ómar Ingi Magnússon | SC Magdeburg | 231/111 |
| Bjarki Már Elísson | Lemgo | 230/77 |
| Casper Mortensen | HSV Hamburg | 204/92 |
| Niclas Ekberg | THW Kiel | 189/99 |
| Marcel Schiller | Göppingen | 180/89 |
| Vladan Lipovina | Balingen | 176/61 |
| Simon Jeppsson | Erlangen | 173/22 |
| Tom Skroblier | N-Lübbecke | 164/49 |
| Hampus Wanne | Flensburg | 158/73 |
| Julius Kühn | MT Melsungen | 156/1 |
| Tomas Urban | GWD Minden | 156/56 |
| Lenny Rubin | Wetzlar | 152/0 |
| Johan Hansen | H-Burgorf | 152/49 |
| Andy Schmid | R-N-Löwen | 146/46 |
| Amine Darmoul | GWD Minden | 146/15 |
| Ivan Martinovic | H-Burgdorf | 142/4 |
| Kai Häfner | MT Melsungen | 134/0 |
| Niklas Weller | HSV Hamburg | 132/20 |
| Jacb Holm | Füchse Berlin | 132/0 |
| Christoph Steinert | Erlangen | 130/65 |
| Adam Lönn | Stuttgart | 128/3 |
| Lasse B. Andersson | Füchse Berlin | 125/0 |
| Patrick Zieker | Stuttgart | 123/45 |
| Kevin Gulliksen | Göppingen | 122/17 |



