- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Launin lækka um helming

Niklas Landin fór á kostum í marki Kiel í gærkvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Það er kunnara en frá þurfi að segja að handknattleiksfélög um alla Evrópu hafa orðið fyrir þungum búsifjum eins og margir aðrir vegna covid19 farsóttarinnar. Mörg hafa átt í erfiðleikum með að standa skil á launum og öðrum greiðslum eins og fyrirtæki almennt. Þýska meistaraliðið THW Kiel samdi í sumar við alla leikmenn sína um tímabundna helmingslækkun á launum og víst er að svo á vafalaust við um fleiri félög, jafnt í Þýskalandi sem annars staðar þar sem menn vilja hafa borð fyrir báru.

Danski landsliðsmarkvörðurinn Niklas Landin, sem í sumar var valinn handknattleiksmaður ársins af Alþjóða handknattleikssambandinu IHF, greindi frá því í samtali við danska fjölmiðla að hann hafi samþykkt helmings lækkun launa næsta árið. Allir leikmenn hafa gengist undir sambærilega lækkun launa. „Forráðamenn félagsins búa sig undir það versta á komandi keppnistímabili. Þeir vilja skiljanlega hafa vaðið fyrir neðan sig þegar óvíst er hvað tekur við þegar keppni í deildinni hefst á nýjan leik,“ sagði Landin m.a. í samtali við Jyllands Posten á dögunum.

Traust tekjulind þornaði upp

Kiel hefur lengi verið það félag í þýskum handknattleik sem staðið hefur hvað traustustum fótum á fjármálasviðinu. Ein ástæða þess er að uppselt hefur verið á alla heimaleiki liðsins árum saman, en keppnishöll félagsins rúmar ríflega 10 þúsund áhorfendur. Tekjur af miðasölu hefur þar af leiðandi verið ein traustasta tekjulind félagsins og mörg þúsund stuðningsmenn eiga árskort á alla heimaleiki ár eftir ár.

„Það hefur komið harkalega niður á Kiel liðinu að ekki hefur verið leikið mánuðum saman sökum covid19. Meðal annars þess vegna fengum við ekki nema hluta af launum okkar síðustu fjóra mánuðinu af síðasta tímabili þótt það sem uppá vantaði hafi skilað sér með tímanum,“ sagði Landin ennfremur í fyrrgreindu viðtali.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -