- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Lipovina, Wenta, Haukur, Sigvaldi, Horak, Škrbić, Mihajlovski

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Svartfellska stórskyttan Vladan Lipovina hefur gengið til liðs við Wetzlar í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Lipovina hefur gert það gott með Balingen. Þegar liðið féll úr 1. deildinni á dögunum sagðist Lipovina ekki ætla að taka slaginn með Balingen í 2. deild á næsta vetri.
  • Bogdan Wenta borgarstjóri í Kielce í Póllandi tilkynnti eftir að pólska meistaraliðið Vive Kielce kom heim eftir að hafa hafnað í öðru sæti í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla um síðustu helgi að hver leikmaður liðsins yrði verðlaunaður með 15.000 slotum fyrir frábæran árangur, jafnvirði 415.000 kr.  Sama gengi einnig yfir þjálfara og starfsmenn liðsins. Meðal þeirra sem fá þessa greiðslu eru íslensku landsliðsmennirnir Haukur Þrastarson og Sigvaldi Björn Guðjónsson
  • Þess má geta að Wenta er fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Pólverja í handknattleik. Hann var einnig um árabil leikmaður og þjálfari í Þýskalandi. Wenta tók m.a. við þjálfun Magdeburg af Alfreð Gíslasyni snemma árs 2006. 
  • Tékkneski varnarmaðurinn sterki,  Pavel Horak, hefur ákveðið að láta gott heita hjá þýska liðinu THW Kiel og flytja heim í sumar. Horak er 39 ára gamall. Hann hefur samið við Lovci Lovosice í Tékklandi. Horak hefur hefur leikið með þýskum félagsliðum í  16 ár að tveimur árum undanskildum 2017 til 2019 þegar hann var með Meshkov Brest í Hvíta-Rússlandi
  • Serbneski handknattleiksmaðurinn fyrrverandi, Dragan Škrbić, hefur tekið við embætti forseta Rauðu stjörnunnar í heimalandi sínu. Škrbić var afburða handknattleiksmaður á sinni tið og lék m.a. með Barcelona í fimm ár á fyrstu árum aldarinnar. 
  • Mihajlo Mihajlovski, forseti handknattleiksliðsins Vardar, er ekki af baki dottinn þótt Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hafi vísað liði hans úr Meistaradeild Evrópu vegna skulda og vanefnda á samningum. Mihajlovski segist ætla að svara EHF fullum hálsi eftir helgina. 

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -