- Auglýsing -
Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna verður í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður á morgun í fyrstu umferð umspils um keppnisrétt á heimsmeistaramóti sem haldið verður í desember 2023 í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.
Landslið átján þjóða taka þátt í umspilinu sem leikið verður heima og að heiman í byrjun nóvember.
Í efri styrkleikaflokki verða: Ísland, Austurríki, Slóvakía, Tyrkland, Úkraínu, Færeyjar, Portúgal, Grikkland, Ítalía.
Í neðri styrkleikaflokki verða: Kósovó, Ísrael, Finnland, Lúxemborg, Aserbadsjan, Bosnía-Herzegóvína, Búlgaría, Bretland, Lettland.
Sigurliðin í umspilinu í nóvember komast á síðara stig undankeppni HM sem fram fer næsta vor þegar tíu neðstu lið EM kvenna verða dregin gegn sigurliðum forkeppninnar í nóvember. Einnig mæta Tékkar þá til leiks en þeir sitja yfir í fyrstu umferð forkeppninnar.
- Auglýsing -