- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þorsteinn Leó innsiglaði jafntefli í Hamri

U20 ára landslið Íslands lagði Dani í lokaumferð Opna Skandinavíumótsins í morgun. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Þorsteinn Leó Gunnarsson tryggði U20 ára landsliði Íslands annað stigið í fyrsta leik liðsins á Opna Skandinavíumótinu í handknattleik í Hamri í Noregi í kvöld. Mosfellingurinn skoraði jöfnunarmarkið á síðustu sekúndu leiksins, 35:35. Það var fjórða markið í röð en átta mínútum fyrir leikslok blés ekki byrlega fyrir íslensku piltunum þegar þeir voru fjórum mörkum undir, 35:31. Með frábærum endaspretti tókst þeim að tryggja sér annað stigið.


Íslenska liðið vann boltann þegar 28 sekúndur voru til leiksloka í framhaldi af því að skot Svíans Adam Ljunquist geigaði.


Íslenska liðið lék afar vel í síðari hálfleik eftir að sænska liðið hafði verið með tögl og hagldir í fyrri hálfleik og haft sex marka forskot að honum loknum, 21:15.


Leikurinn við Svía var sá fyrsti af þremur í mótinu en það er liður í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið sem hefst í Porto 7. júlí.


Á morgun mætir íslenska landsliðið því norska. Norsku piltarnir töpuðu með 14 marka mun fyrir Dönum í dag, 36:22. Danska liðið er undir stjórn Arnórs Atlasonar.


Lokaleikur Íslands á mótinu verður á móti lærisveinum Arnórs á fimmtudaginn.


Mörk Íslands: Benedikt Gunnar Óskarsson 7/4, Þorsteinn Leó Gunnarsson 5, Andri Már Rúnarsson 4, Jóhannes Berg Andrason 4, Tryggvi Þórisson 4, Einar Bragi Aðalsteinsson 3, Símon Michael Guðjónsson 3, Kristófer Máni Jónasson 2, Guðmundur Bragi Ástþórsson 2, Ísak Gústafsson 1.

Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 8/1, 22%, Adam Thorstensen 3, 38%.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -