Norska landsliðið byrjaði af miklum krafti á Evrópumóti kvenna í handknattleik í kvöld. Liðið hans Þóris Hergeirssonar tók það pólska í kennslustund og vann með 13 marka mun, 35:22, í leik þar sem glitraði á marga kosti norska landsliðsins, sterka vörn og hraðaupphlaup ásamt stuttum og vel útfærðum sókn.
Áður en norska og pólska landsliði steig á sviðið í Sydbank Arena í Kolding þá unnu Þjóðverjar sannfærandi sigur á að því er virtist hálf vængbrotnu liði Rúmena, 22:19. Rúmenar voru í mesta basli dagana fyrir mótið. Kórónuveiran bankaði á klefadyrnar auk þess sem hún kom í veg fyrir að liðið næði einni æfingu saman í Danmörku. Rúmenar losnuðu ekki úr sóttkví fyrr en innan við sólarhring fyrir leikinn í dag.
Eins og áður sagði var fyrri leikurinn í D-riðli á milli Rúmeníu og Þýskalands. Það tók Rúmena sjö mínútur að komast á blað á þessu móti en á þeim tíma höfðu Þjóðverar náð að skora fjögur mörk og eftir níu mínútna leik var staðan 6:1 fyrir Þýskaland.
Afleitur sóknarleikur
Sóknarleikur Rúmena var afleitur í þessum leik og var liðið aðeins með 44 prósent sóknarnýtingu. Greinilegt að leikáætlun Þjóðverja í leiknum var að stöðva skyttuna öflugu, Cristinu Neagu, og það tókst. Hún náði aðeins að skora 1 mark úr 8 skotum sínum í fyrri hálfleik.
Þær rúmensku voru þó aðeins ákveðnari í seinni hálfleik og eftir sjö mínútna leik náðu þær að jafna metin 15-15. Lengra komust þær ekki og fóru Þjóðverjar með sigur af hólmi 22-19. Eini ljósi punkturinn í leik Rúmena í dag var frammistaða Yuliyu Dumönsku í markinu. Hún varði 14 skot. Án hennar hefðu Rúmenar tapað þessum leik með mun stærri mun.
Flugeldasýning hjá Þóri
Í hinum leiknum í D-riðli áttust við Noregur og Pólland þar sem að þær norsku sýndu að þær væru mættar á þetta mót til þess að ná í verðlaun. Það var í raun aldrei spurning um það hvorum megin sigurinn myndi lenda að þessu sinni en eftir 22 mínútur voru þær norsku komnar með fjögurrra marka forystu 12-8 og eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik var munurinn kominn uppí 10 mörk.
Það fór svo að lokum að Noregur unnu öruggan 13 marka sigur 35-22 og er ljóst að róðurinn á eftir að vera þungur fyrir Pólverjana í þessu móti. Það var virkilega ánægulegt að sjá að Nora Mörk er óðum að finna sitt gamla leikform. Hún var virklega góð í þessum leik, skoraði sex mörk úr sjö skotum og brosið á andliti hennar sýndi hversu ánægð hún er að vera kominn á fulla ferð á nýjan leik eftir erfið meiðsli.
Rúmenía 19-22 Þýskaland (10-13)
Mörk Rúmeníu: Cristina Neagu 4, Cristina Laslo 3,Eliza Buceschi 3, Lorena Ostase 3, Alexandra Iovanescu 2,Elena Dinca 1, Andreea Popa 1, Sonia Seraficeanu 1, Ana Iuganu 1.
Varin skot: Yuliya Dumanska 15.
Mörk Þýskalands: Kim Naidzinavicius 4, Emily Bölk 4, Julia Maidhof 4 Antje Lauenroth 3, Marlene Zapf 2, Amelie Berger 2, Alina Grijseels1, Xenia Smits 1, Evgenija Minevskaja 1.
Varin skot: Dinah Eckerle 8.
Noregur 35-22 Pólland (17-13)
Mörk Noregs: Nora Mörk 6, Henny Reistad 6, Malin Aune 5, Camilla Herrem 5, Stine Oftedal 3, Veronica Kristiansen 2, Stine Skogrand 2, Kari Dale 2, Marit Jacobsen 2, Emilie Arntzen 1, Heidi Loke 1.
Varin skot: Rikke Granlund 8, Emily Sando 1.
Mörk Póllands: Marta Gega 6, Aleksandra Rosiak 3, Dagmara Nocun 3, Aneta Labuda 2, Aleksandra Zych 2, Natalia Nosek 2, Kinga Grzyb 1, Karolina Kochaniak 1.
Varin skot: Weronika Gawlik 6, Adrianna Placzek 1.