- Auglýsing -
Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson sem leikið hefur árum saman með Fjölni virðist hafa gengið til liðs við Olísdeildarlið Stjörnunnar. Nafn hans var að minnsta kosti á leikskýrslu Stjörnuliðsins í gær þegar liðið mætti Aftureldingu í 1. umferð UMSK-mótsins í handknattleik karla í Kórnum. Aðalsteinn Örn skoraði ekki mark í leiknum.
Aðalsteinn Örn er örvhent skytta og skoraði 102 mörk í 19 leikjum með Fjölni í Grill66-deildinni á síðasta keppnistímabili og varð fjórði markahæsti leikmaður deildarinnar.
Aðalsteinn Örn er þriðji uppaldi leikmaðurinn sem yfirgefur Fjölni frá síðasta keppnistímabili. Auk hans hafa Axel Hreinn Hilmisson, markvörður, og Elvar Otri Hjálmarsson ákveðið að spreyta sig annarstaðar. Axel gekk til liðs við FH en Elvar Otri verður liðsmaður Gróttu.
- Auglýsing -