- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ásdís leikur í sænsku úrvalsdeildinni

Ásdís Guðmundsdóttir hefur samið við Skara í Svíþjóð. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Handknattleikskonan Ásdís Guðmundsdóttir hefur samið við sænska úrvalsdeildarliðið Skara HF. Hún fylgir þar með í kjölfar samherja síns hjá KA/Þór, Aldísar Ástu Heimisdóttur, sem fyrr í sumar samdi við sama félag.


Frá þessu greinir Vikudagur á Akureyri í morgun. Samningur Ásdísar við Skara HF er til tveggja ára.


Legið hefur ljóst fyrir síðan í lok síðasta keppnistímabils að Ásdís ætlaði að yfirgefa KA/Þór og reyna fyrir sér utan Íslands eftir góð ár með Akureyrarliðinu.


Ásdís, sem er línumaður, hefur verið ein af kjölfestum KA/Þórsliðsins á síðustu árum og einnig átt sæti í íslenska landsliðinu með reglubundnum hætti undanfarin tvö til þrjú ár.


Auk Ásdísar og Aldísar Ástu samdi markvörðurinn Sunna Guðrún Pétursdóttir við GC Amicitia Zürich og Rakel Sara Elvarsdóttir við Volda í Noregi. Eins mun Anna Mary Jónsdóttir hafa í hyggju að taka sér hlé frá handknattleik.


Skara HF hafnaði í sjötta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í vor og féll úr keppni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um sænska meistaratitilinn. Skara er frá samnefndum bæ nærri Gautaborg.

Sjö íslenskir handknattleikmenn leika efstu deild í Svíþjóð á næstu leiktíð.
Skara HF: Aldís Ásta Heimisdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir.
Lugi: Ásdís Þóra Ágústsdóttir.
Önnereds: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir.
Helsingborg: Ásgeir Snær Vignisson.
Sävehof: Tryggvi Þórisson.
Skövde: Bjarni Ófeigur Valdimarsson.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -