- Auglýsing -
HK-ingar unnu Stjörnuna í annarri umferð UMSK-móts karla í handknattleik í Kórnum í dag, 29:26. Kópavogsliðið fylgdi þar með eftir öruggum sigri á Gróttu á síðasta sunnudag. Ljóst er að HK-liðið vinnur mótið þótt ein umferð sé eftir óleikin.
Stjarnan var sex mörkum undir í leiknum í dag, 17:11, og átti lengi vel á brattann að sækja gegn baráttuglöðu liði HK.
HK – Stjarnan 29:26 (17:11).
Mörk HK: Símon Michael Guðjónsson 7, Kistján Ottó Hjálmsson 6, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 3, Elías Björgvin Sigurðsson 3, Arnór Róbertsson 2, Kristófer Ísak Bárðarson 2, Júlíus Flosason 2, Hjörtur Ingi Halldórsson 1, Benedikt Þorsteinsson 1, Sigurður Jeffersson Guarino 1, Sigurvin Jarl Ármannsson 1.
Mörk Stjörnunnar: Hergeir Grímsson 7, Þórður Tandri Ágústsson 4, Ari Sverrir Magnússon 3, Leó Snær Pétursson 2, Hjálmtýr Alfreðsson 2, Tandri Már Konráðsson 2, Pétur Árni Hauksson 2, Gunnar Steinn Jónsson 2, Björgvin Þór Hólmgeirsson 1, Benedikt Marinó Herdísarson 1.
Staðan:
HK | 2 | 2 | 0 | 0 | 61 – 53 | 4 |
Grótta | 2 | 1 | 0 | 1 | 54 – 58 | 2 |
Stjarnan | 2 | 0 | 1 | 1 | 53 – 56 | 1 |
Afturelding | 2 | 0 | 1 | 1 | 53 – 54 | 1 |
Lokaumferð UMSK-mótsins miðvikudaginn 17. ágúst:
Klukkan 18: HK – Afturelding.
Klukkan 19.30: Stjarnan – Grótta.
Báðir leikir fara fram í Kórnum.
- Auglýsing -