- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Fullt hús hjá Rússum

Þungu fargi var létt af leikmönnum rússneska landsliðsins með sigrinum á Svíum í kvöld og ljóst að liðið fer áfram með 4 stig í milliriðil. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Rússland – Svíþjóð 30:28 (15:13)

Rússar voru alltaf með leikinn við Svía í kvöld í höndum sér. Þeir voru með yfirhöndina allan leikinn ef undan er skilið snemma í fyrri hálfeik þegar Svíum tókst að jafna metin einu sinni.

Rússar fara áfram í milliriðil með fjögur stig en Svíar verða að sætta sig við eitt stig eins og Spánverjar sem sluppu fyrir horn fyrr í dag með naumum sigri á Tékkum. Rússland, Svíþjóð og Spánn verða í millriðli með Danmörku, Frakklandi og annað hvort Svartfjallalandi eða Slóveníu. Svartfellingar og Slóvenar mætast í úrslitaleik um sæti í milliriðli klukkan 17.15 á morgun.

  • Lið Rússlands og Svíþjóðar voru örugg um sæti í milliriðlum þegar kom að viðureigninni í Jyske Bank Boxen í Herning í kvöld.
  • Rússar byrjuðu leikinn af miklum krafti. Þeir voru komnir með fimm marka forskot, 9:4, eftir 11 mínútur og 12:7, að loknum 17 mínútum. Fljótlega eftir það hrundi jafnt varnar,- og sóknarleikur rússneska liðsins. Svíar gengu á lagið.
    Isabelle Gullden jafnaði metin fyrir Svía, 16:16, á fjórðu mínútu síðari hálfleiks. Rússar svöruðu með þremur mörkum, þar af tveimur frá Daria Dimitrieva, áður en Svíar svöruðu fyrir sig á ný.
  • Þegar síðari hálfleikur var hálfnaðar voru Rússar tveimur mörkum yfir, 22:20.
    Sænska landsliðskonan Kristin Thorleifsdóttir er af íslensku bergi brotin. Hún er taka þátt í sínu fyrsta stórmóti með sænska landsliðinu. Hún skoraði 6 mörk í 11 skotum og var markahæst í sænska liðinu.
  • Svíum tókst að minnka muninn í tvö mörk þegar hálf þriðja mínúta var til leiksloka. Nær komust þeir ekki.
  • Daria Dimitrieva, fyrirliði rússneska landsliðsins, var valin maður leiksins. Hún skoraði sex mörk í níu skotum auk þess að vera aðsópsmikil í vörninni. Dimitrieva lék í 41 mínútu og 40 sekúndur í leiknum.
  • Liðin töpuðu boltanum 29 sinnum í leiknum, þar af missti sænska liðið boltann í átján skipti.
  • Rússar voru með boltann í 53% af leiktímanum.
  • Markvarslan hjá báðum liðum var slök. Rússar voru með 16% hlutfallsmarkvörslu og Svíar 21%.

    Mörk Rússlands: Daria Dimitrieva 6, Juliia Managarova 4, Antonina Skorobogatchenko 4, Kristina Kozhokar 4, Ilina Ekaterina 3, Vladlena Bobrovnikova 3, Polona Vedekhina 3, Olga Gorshenina 1, Daria Samokhina 1, Kseniia Makeeva 1.
    Varin skot: Anna Sedoykina 4, Viktoriia Kalinina 1.
    Mörk Svíþjóðar: Kristin Thorleifsdottir 6, Emma Rask 3, Anna Lagerquist 3, Mathilda Lundström 3, Linn Blohm 2, Melissa Petren 2, Isabelle Gullden 2, Nathalie Hagman 2, Jamina Roberts 1, Nina Dano 1, Emma Lindqvist 1.
    Varin skot: Jessica Ryde 8.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -