Gísli Þorgeir Kristjánsson var markahæstur hjá Magdeburg í gærkvöld þegar liðið vann Nexe frá Króatíu í C-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik en leikið var í Magdeburg. Ómar Ingi Magnússon hafði hægt um sig og skoraði ekki mark að þessu sinni. Magdeburg er í efsta sæti riðilsins ásamt Montpellier frá Frakklandi með átta stig en franska liðið hefur leikið leik færra.
Montpellier vann Alingsås, sem Aron Dagur Pálsson leikur með, í Svíþjóð í gærkvöld nokkuð örugglega, 33:25. Aron Dagur skoraði ekki að þessu sinni.
Ólafur Andrés Guðmundsson var markahæstur hjá IFK Kristianstad í fimm marka sigri liðsins á Tatran Presov í Slóvakíu í B-riðli, 27:22. Teitur Örn Einarsson skoraði eitt mark. Kristianstad er í forystusæti C-riðils eins sjá má hér að neðan.
Viktor Gísli Hallgrímsson kom lítið við sögu þegar GOG vann góðan sigur á Tatabanya í Ungverlandi, 35:32 í D-riðli.
Úrslit leikja gærkvöldsins í Evrópudeildinni og staðan í riðlunum fjórum:
A-riðill:
Ademar – Aon Fivers 30:28 (13:10)
Wisla Plock – Toulouse 27:25 (12:9)
Staðan:
Wisla 8(4), Ademar 7(5), Toulouse 4(6), Aon Fivers 3(5), Medvedi 2(2), Metalurg 0(2).
B-riðill:
D. Búkarest – Füchse Berlin 26:26 (12:14)
Nimes – Sporting 27:24 (16:12)
Presov – Kristianstad 22:27 (11:15)
Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 5 mörk fyrir Kristianstad og Teitur Örn Einarsson 1.
Staðan:
Kristianstad 8(6), F.Berlin 7(4), Nimes 6(5), Sporting 4(4), D.Búkarest 3(5), Presov 0(4).
C-riðill:
Alingsås – Montpellier 25:33 (13:19)
Aron Dagur Pálsson skoraði ekki að þessu sinni fyrir Alingsås.
Besiktas – CSKA 23:35 (11:17)
Magdeburg – Nexe 28:23: (17:10)
Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði 6 mörk fyrir Magdeburg, Ómar Ingi Magnússon skoraði ekki að þessu sinni.
Staðan:
Montpellier 8(4), Magdeburg 8(5), CSKA 6(4), Alingsås 4(5), Nexe 2(5), Besiktas 0(5).
D-riðill:
Tatabanya – GOG 32:35
Viktor Gísli Hallgrímsson varði ekki skot í leiknum.
E.Pelister – Trimo Trbjene 33:26 (20:14)