- Auglýsing -
Danir halda enn í vonina um að komast í undanúrslit á EM eftir að þeir unnu Svía í spennuþrungnum leik í Jyske Bank Boxen í Herning í kvöld, 24:22. Leikurinn var hnífjafn og æsilega spennandi í síðari hálfleik. Aðeins hálfri mínútu fyrir leikslok fengu Svíar tækifæri til þess að jafna metin úr vítakasti en brást bogalistin. Alls fór þrjú vítaköst forgörðum hjá sænska liðinu í síðari hálfeik. Danir hafa þar með fjögur stig í milliriðli eitt og eru þremur stigum á eftir Rússum og Frökkum sem hafa leikið einum leik fleira.
- Danir náðu mest þriggja marka forskoti i fyrri hálfleik, 11:8. Að loknum fyrri hálfeik var forskot þeirra eitt mark, 13:12.
- Danska liðið komst tveimur mörkum yfir, 22:20, þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Eftir það fór sóknarleikurinn hreinlega í skrúfuna. Reyndar var sama upp á teningnum hjá Svíum.
- Rebecca Reinhardt kom í danska markið í síðari hálfleik og varði mikilvæg skot, þar á meðal tvö vítaköst frá Kristínu Þorleifsdóttur.
- Kristín skoraði fjögur mörk í leiknum úr tíu tilraunum.
- Linn Blohm jafnaði metin fyrir sænska landsliðið eftir langa mæðu, 22:22, þegar tvær og hálf mínúta var eftir.
- Einni og hálfri mínútu fyrir leikslok fékk Emma Lindqvist tveggja mínútna brottvísun. Þar með þyngdist róðurinn hjá sænska liðinu.
- Nathalie Hagman brást bogalistin úr vítakasti hálfri mínútu fyrir leikslok. Þar með fór síðasti möguleiki Svía.
- Danir voru með boltann 52% af leiktímanum, Svíar 48%.
Liðin töpuðu boltanum 15 sinnum, þar af Danir í níu skipti. - Mörk Danmerkur: Mette Tranborg 6, Anna Mette Hansen 5, Mia Rej Bidstrup 4, Mia Hojlund 2, Rikke Ivarsen 2, Larke Pedersen 2, Line Haugsted 1, Trine Jensen 1, Louise Burgaard 1.
- Varin skot: Sandra Toft 8, Rebecca Reinhardt 4.
- Mörk Svíþjóðar: Kristín Þorleifsdóttir 4, Emma Lindqvist 3, Isabelle Gullden 3, Emma Rask 3, Jamina Roberts 3, Linn Blohm 2, Nahalie Hagman 2, Mathilda Lundström 1, Carin Stömberg 1.
- Varin skot: Jessica Ryde 10.
- Auglýsing -