- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍBV vann í sveiflukenndum leik

Harpa Valey Gylfadóttir leikmaður ÍBV í leik gegn KA/Þór. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

ÍBV vann þegar upp var staðið nauman sigur á KA/Þór í 1. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag, 28:27, eftir að hafa verið marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:13. Um tíma í síðari hálfleik náði ÍBV sjö marka forskoti og virtist ætla að vinna öruggan sigur. Sú varð ekki raunin.


Fyrri hálfleikur var jafn en nokkuð sveiflukenndur. Leikmenn beggja liða virtust ekki vera með alla strengi stillta enda um fyrsta leik tímabilsins að ræða. ÍBV var heldur með frumkvæðið en mikið breytt KA/Þórslið náði að bíta frá sér og komast yfir.
Í byrjun síðari hálfeiks var sóknarleikur KA/Þórs í handaskolum, einkum fyrstu tíu mínúturnar. ÍBV fékk hvert hraðaupphlaupið á fætur öðru og náði góðri forystu, frá fimm og upp í sjö mörk.

Síðasta stundarfjórðung leiksins tókst KA/Þór að koma til baka með meiri yfirvegun í sóknarleik sínum. ÍBV átti í erfiðleikum í uppstilltum leik. Forskotið minnkaði jafnt og þétt og var komið niður í eitt mark þegar upp var staðið. Tæpari gat sigurinn vart verið.


Bæði lið áttu í talsverðum erfiðleikum með uppstillan leik, lengst af.


Miklar breytingar hafa orðið á KA/Þórsliðinu á milli ára eins og komið hefur fram. Til viðbótar bættist að Rut Arnfjörð Jónsdóttir er meidd og lék ekki með. Þegar litið er til góðu kaflana í leik liðsins þá er ljóst að ekki er hægt að afskrifa Akureyrarliðið.


Varnarleikur ÍBV var góður í síðari hálfleik. Hraðaupphlaup voru öflug en stundum vantaði meiri yfirvegun.


Mörk ÍBV: Harpa Valey Gylfadóttir 7, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 5, Ásta Björt Júlíusdóttir 5, Sunna Jónsdóttir 4, Elísa Elíasdóttir 2, Karolina Olszowa 2, Marija Jovanovic 1, Ingibjørg Olsen 1, Marta Wawrzykowska 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 8/1, 23,5%.

Mörk KA/Þórs: Unnur Ómarsdóttir 6, Hildur Lilja Jónsdóttir 4, Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir 3, Júlía Björnsdóttir 3, Svala Björk Svavarsdóttir 3, Anna Þyrí Halldórsdóttir 2, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 2, Lydía Gunnþórsdóttir 2, Hrafnhildur Irma Jónsdóttir 1, Telma Lísa Elmarsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 13, 33,3%.

handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -