- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sanngjörn niðurstaða í skemmtun í KA-heimilinu

Frá viðureign KA og ÍBV fyrr á þessu ári. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

KA og ÍBV fengu sín fyrstu stig er þau skiptu á milli sín stigunum tveimur sem voru í boði í KA-heimilinu í viðureign liðanna í 2. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í dag, 35:35. Einar Rafn Eiðsson skoraði 12. mark sitt á síðustu mínútu leiksins sem reyndist vera síðasta markið sem skorað var. Eyjamenn fengu tækifæri til tryggja sér stigin tvö undir lokin en Gabríel Martinez Róbertsson náði ekki að færa sér tækifærið sem hann fékk í nyt.


Sennilega sanngjörn niðurstaða í KA-heimilinu í hörkuskemmtilegum leik sem var hraður frá upphafi til enda. KA var þremur mörkum yfir í hálfleik, 19:16.


ÍBV byrjaði leikinn vel og skoraði fjögur af fyrstu sex mörkunum. KA-menn svöruðu fyrir sig með sex mörkum í röð og voru með yfirhöndina það sem eftir var fyrri hálfleiks.


KA-menn misstu tökin á leiknum í upphafi síðari hálfleiks með þeim afleiðingum að ÍBV jafnaði metin fljótlega, 20:20. Eftir það var jafnt á nær öllum tölum til leiksloka í frábærri stemningu í KA-heimilinu.


Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 12/6, Gauti Gunnarsson 8, Dagur Gautason 7, Einar Birgir Stefánsson 4, Allan Norðberg 2, Dagur Árni Heimisson 1, Skarphéðinn Ívar Einarsson 1.
Varin skot: Nicholas Satchwell 8/1, 27,6% – Bruno Bernat 7, 35%.

Mörk ÍBV: Rúnar Kárason 6, Gabríel Martinez Róbertsson 5, Kári Kristján Kristjánsson 4, Janus Dam Djurhuus 4, Elmar Erlingsson 4, Nökkvi Snær Óðinsson 4, Sigtryggur Daði Rúnarsson 3, Sveinn Jose Rivera 2, Dánjal Ragnarsson 2, Dagur Arnarsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 12/1, 25,5%.

Staðan í Olísdeildum.

handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -