Nenad Šoštarić, þjálfari króatíska kvennalandsliðsins í handknattleik, notaði tækifærið og sendi Klavs Bruun Jörgensen fyrrverandi landsliðsþjálfara Dana og sérfræðingi TV2 í Danmörku tóninn eftir að Króatar unnu Dani í leiknum um bronsverðlaunin á EM kvenna í gær. Jörgensen sagði á föstudagskvöldið þegar ljóst að var að danska landsliðið mætti Króötum í leiknum um þriðja sætið að danska landsliðið ætti sigurinn nokkuð vísan.
„Með orðum sínum þá kveikti fyrrverandi landsliðsþjálfari Dana í mínum leikmönnum. Orð hans voru óvirðing við okkur og lýsa fákunnáttu hans. Mér þykir leitt að segja þetta. Hann var ágætur handboltamaður, kannski þokkalegur þjálfari en að segja það sem hann sagði um landslið þjóðar sem á sér aðra eins sögu sem handknattleiksþjóð lýsir hreinni óvirðingu,“ sagði Šoštarić í samtali við danska fjölmiðla eftir sigurleikinn á Dönum, 25:19.
FRÉTTAVAKTIN - Handbolti.is:
- Auglýsing -
- Auglýsing -
Nýlegt á handbolti.is