Kristján Örn Kristjánsson, Donni, á eitt af mörkum 14. umferðar í franska handknattleiknum sem lauk rétt fyrir jól. Donni er þar í góðum félagsskap en danska stórskyttan Mikkel Hansen á eitt af mörkunum fimm.
Donni lék frábærlega þegar PAUC vann Tremblay, 32:27. Hann skoraði átta mörk í 12 skotum. Ekkert marka sinna skoraði Donni úr vítakasti. Hann hefur þar með skoraði 45 mörk í 10 leikjum PAUC á leiktíðinni. Liðið hefur aðeins leikið 10 leiki ennþá vegna þess að hluta keppnistímabilsins mátti liðið ekki leika á heimavelli.
Hér fyrir neðan er myndskeið með mörkum 14. umferðar í frönsku 1.deildinni þar á meðal er mark Donna sem hann skoraði með sannkölluðu bylmingsskoti.
Svo skemmtilega vill til að Donni á afmæli í dag, jóladag. Hann er 23 ára gamall. Handbolti.is óskar honum til hamingju með daginn.
FRÉTTAVAKTIN - Handbolti.is:
- Auglýsing -
- Auglýsing -
Nýlegt á handbolti.is